20161207_200637_cropÞá er öllum tónfundum lokið á haustönninni og allir nemendur búnir að fá tækifæri til að koma fram og spila fyrir áhorfendur.

Síðustu tónfundirnir voru í Salnum í Kópavogi þar sem við þurftum að víkja úr húsnæðinu okkar vegna boltaleiks í Digranesi.

Tónfundirnir fóru allir vel fram og stóðu nemendur og áhorfendur sig með mikilli prýði.

Hér má sjá nokkrar myndir frá tónfundunum.

20161204_13560215252714_10154123312327157_6081090188205669652_oÞað er heilmikið um að vera á aðventunni hjá SK eins og vera ber. Verkefni á hverjum degi og alltaf bætist í. Stóra verkefnið eru jólatónleikar í Hörpu helgina 17. og 18. desember þar sem allar sveitirnar koma fram. Við erum búin að vera spilandi um allan bæ fyrir ýmsa skóla og þannig verður það  fram á Þorláksmessu. Fylgist með á viðburðadagatalinu, það er uppfært eins ört og mögulegt er 🙂

 

20161106_170859Í byrjun nóvember fóru allar sveitir SK í stúdíó Sýrland og tóku upp nokkur lög til að setja á geisladisk í tilefni af 50 ára afmælinu. Unnið var stíft yfir heila helgi og talsvert af lögum rataði inn á tölvudiskinn í stúdíóinu. Það verður svo bara spennandi að heyra afraksturinn seinna í vetur, en ráðgert er að diskurinn komi út um það leyti sem við höldum 50 ára afmælistónleikana í Eldborg, þann 5. mars.

Hér má sjá nokkrar myndir frá hljóðverinu.

14947523_10211175805970309_3889956925849501969_nMánudaginn 7. nóv komu nokkrir frumherjar SK í heimsókn í Digranesið í tilefni af því að 50 ár eru liðin frá fyrstu samæfingunni. Að sjálfsögðu fundum við til nokkur hljóðfæri handa mannskapnum og æfðum tvö lög, sem voru spiluð með mikilli spilagleði.

 

Hausttónleikar SK verða haldnir í Háskólabíói miðvikudaginn 9. nóvember kl. 19:30.

Við minnumst þess að 50 ár eru nú liðin frá því að fyrstu nemendurnir hófu nám hjá okkur og stöndum fyrir veglegum tónleikum í Háskólabíói með um 160 börnum og ungmennum.

Yngsta sveitin leikur ma. Ísland er land þitt og Afmælisdiktur og miðsveitin mun  leika syrpu af lögum Bítlanna og lag um klukkuna hans afa gamla ásamt öðrum verkum. Stærsta verk tónleikanna er þó verkið Cry of the Last Unicorn. sem C sveitin leikur. Það verk er sérsamið fyrir blásarasveitir og fjallar um eltingaleik veiðimanna við síðasta einhyrninginn.

c-sveit-haust-201614c-sveit-haust-201611
C sveit fór í sínar æfingabúðir í Hlíðardalsskóla helgina 7. - 9. október. Æfingar gengu mjög vel að vanda og náðust miklar framfarir í túlkun í stóra konsertstykkinu okkar.

Harpa og Berglind stjórnuðu svo kvöldvökunni eins og herforingjar 🙂