20160820_181517_crop2Í ágúst var í heimsókn hjá okkur í SK frábær þýsk hljómsveit, Verbandsjugendorchester Hochrhein. Þau voru með tónleika í Hörpu á menningarnótt og áhorfendur voru sammála um að þarna væri frábær hljómsveit á ferð sem flutti magnaða tónlist. Það er kannski ekki skrýtið að þau standi sig vel, því þarna eru á ferð úrvalshljóðfæraleikarar sem valdir hafa verið úr um 120 öðrum lúðrasveitinum á Hochrhein svæðinu í suðurhluta Þýskalands.

Síðasta tækifæri til að sjá þessa einstöku sveit á tónleikum var mánudaginn 29. ágúst í Langholtskirkju, þar sem C sveit SK lék með þeim

Sk5551 Sk5552Við buðum gestum okkar frá Þýskalandi í grillveislu föstudaginn 19. ágúst. Þau öfðu þá æft linnulaust í salnum okkar frá kl. 10 til 19:30 og voru vel að veislunni komin. C sveitin okkar var með í veislunni og spjölluðu við gestina. Allt gekk þetta ljómandi vel fyrir sig og ber að þakka öllum sem aðstoðuðu við að gera kvöldið skemmtilegt, allir foreldrarnir sem lögðu hönd á plóg, C sveitarkrakkarnir sem mættu og héldu uppi stuðinu, Ali (Síld og Fiskur) sem lagði til svínakjötið og Holtakjúklingur sem styrkti okkur um kjúklinginn. Gestirnir okkar voru alsælir með kvöldið og munu eiga þessa minningu um ókomna tíð 🙂

sk2016980ffcabd-e021-46ad-8d99-f45ce405acb0_L
13246258_829545383845104_8555778268294532188_oStarfið hjá okkur í SK fer af stað á svipuðum tíma og hjá grunnskólunum.
C sveit tekur aðeins forskot á sæluna og er með fyrstu æfingu þann 18. ágúst en almennt hefst starfið í vikunni frá 22. ágúst.
Allar nánari upplýsingar koma í fréttabréfi með tölvupósti til nemenda og foreldra.
Við minnum á viðburðadagatalið hérna á heimasíðunni en þar er hægt að finna upplýsingar um flesta viðburði á okkar vegum.

skolaslit2

skolaslit1
Kennslu var slitið við hátíðlega athöfn í Salnum í Kópavogi, fimmtudaginn 26. maí. Nemendur úr útskriftarárgangi sáu um tónlistaratriði og viðurkenningar voru veittar fyrir góðan árangur í prófum. Vetrarstarfinu er þó ekki lokið og eiga hljómsveitirnar þrjár allar eftir nokkur verkefni fram á vorið.

IMGP4971 (1280x850)

IMGP4961 (1280x850)

IMGP4931 (1280x850)A og B sveitir voru á landsmóti í Garðabæ helgina 29. apríl til 1. maí.
Mótið heppnaðist mjög vel og er óhætt að fullyrða að allir hafi skemmt sér mjög vel.

Hér eru tenglar á helstu upplýsingar fyrir nemendur SK og foreldra þeirra:

Almennar upplýsingar fyrir foreldra og fararstjóra

Dagskrá mótsins

Síðustu upplýsingar fyrir nemendur og foreldra

Nafnlisti - litaskipting

Lögin sem á að hafa með á mótið

12832392_10207861251785196_3823891191051935891_nSkólahljómsveitin sendi tvö atriði í undankeppni Nótunnar í byrjun mars. Fyrra atriðið var flautudúett sem þær Hekla og Viktoría Rós úr C sveitinni spiluðu og seinna atriðið var talkór sem um 20 hljóðfæraleikarar úr C sveit fluttu. Bæði atriðin voru skemmtileg og vel flutt og fór svo að flautudúettinn fékk viðurkenningu fyrir framúrskarandi flutning og munu þær Hekla og Viktoría endurtaka leikinn í Hörpu þann 10. apríl á lokahátíð Nótunnar. Við óskum þeim stöllum innilega til hamingju með árangurinn 🙂