C sveit á landsmóti

C sveitin okkar fór á landsmót skólahljómsveita á Akureyri helgina 7.-9. október. Hópurinn stóð sig mjög vel og skemmti sér alveg hreint ágætlega þrátt fyrir að mótið hafi verið stytt um hálfan sólarhring vegna óveðurs.

Þemavika 2022

Eftir tveggja ára Covidhlé getum við aftur verið með almennilega Þemaviku í SK 🙂

Öll vikan frá 2. til 6. maí verður fyllt með margvíslegum smiðjum sem nemendur geta valið úr. Það er boðið upp á að spila á djembetrommur, ukulele og afrískar marimbur, fjölbreyttar samspilssmiðjur og kvikmyndasýningar,spurningakeppnir í tónlist, masterclassa og kynningar á fjölbreyttri tónlist og hljóðfærum.

Tónfræðihóptímar halda sér á sínum tímum í vikunni en hefðbundin hljóðfærakennsla og samæfingar víkja fyrir smiðjunum.

A sveit fór í vorferð í Grafarvog

A sveitin fór í skemmtilega vorferð upp í Grafarvog til að hitta kollega sína í Skólahljómsveit Grafarvogs. Við æfðum saman, spiluðum „örtónleika“ lékum okkur úti í góða veðrinu og fórum í keilu.

Myndir frá ferðinni má sjá hér. Getur tekið tíma að opna síðuna því það eru svo margar myndir.

Samkomutakmarkanir rýmkaðar

Það var okkur mikið gleðiefni að samkomutakmarkanir voru rýmkaðar í skólastarfi frá 12. febrúar. Mikilvægast fyrir okkur er að nú er mögulegt að fá fulla mætingu á æfingar A og C sveita, en undanfarið höfum við þurft að skipta þeim hópum niður á æfingar vegna fjölda hljóðfæraleikaranna. Einnig auðveldar þetta okkur að halda veglega vortónleika þann 6. mars.

Nýtt ár hjá SK

Þá er árið 2022 komið á flug og vonandi verður það okkur öllum betra en síðasta ár.

Við leggjum af stað með kennslu skvt. stundaskrá að undanskildum nokkrum breytingum á æfingum A og C sveita sem eru of fjölmennar fyrir 50 manna fjöldamörkin.

Spilað með landsliðinu í hljóðfæraleik

Það var glæsilegt tækifærið sem fjórir flautuleikarar úr SK fengu í desember að spila með Sinfóníuhljómsveit Íslands á fernum jólatónleikum í Eldborgarsal Hörpu. Þaulæft atriði undir stjórn Berglindar Stefánsdóttur kom mjög vel út og var þeim Aðalheiði Kristínu, Heiðdísi Hrönn, Hildi Örnu og Hrafnhildi Freyju til mikils sóma.

Berglind, Heiðdís Hrönn, Aðalheiður Kristín, Hildur Arna og Hrafnhildur Freyja