skolaslit2

skolaslit1
Kennslu var slitið við hátíðlega athöfn í Salnum í Kópavogi, fimmtudaginn 26. maí. Nemendur úr útskriftarárgangi sáu um tónlistaratriði og viðurkenningar voru veittar fyrir góðan árangur í prófum. Vetrarstarfinu er þó ekki lokið og eiga hljómsveitirnar þrjár allar eftir nokkur verkefni fram á vorið.

IMGP4971 (1280x850)

IMGP4961 (1280x850)

IMGP4931 (1280x850)A og B sveitir voru á landsmóti í Garðabæ helgina 29. apríl til 1. maí.
Mótið heppnaðist mjög vel og er óhætt að fullyrða að allir hafi skemmt sér mjög vel.

Hér eru tenglar á helstu upplýsingar fyrir nemendur SK og foreldra þeirra:

Almennar upplýsingar fyrir foreldra og fararstjóra

Dagskrá mótsins

Síðustu upplýsingar fyrir nemendur og foreldra

Nafnlisti - litaskipting

Lögin sem á að hafa með á mótið

12832392_10207861251785196_3823891191051935891_nSkólahljómsveitin sendi tvö atriði í undankeppni Nótunnar í byrjun mars. Fyrra atriðið var flautudúett sem þær Hekla og Viktoría Rós úr C sveitinni spiluðu og seinna atriðið var talkór sem um 20 hljóðfæraleikarar úr C sveit fluttu. Bæði atriðin voru skemmtileg og vel flutt og fór svo að flautudúettinn fékk viðurkenningu fyrir framúrskarandi flutning og munu þær Hekla og Viktoría endurtaka leikinn í Hörpu þann 10. apríl á lokahátíð Nótunnar. Við óskum þeim stöllum innilega til hamingju með árangurinn 🙂

2016 A sveit spilakvöld12016 A sveit spilakvöld7

2016 A sveit spilakvöld15

A sveitin er svo heppin að hafa frábæra viðburðastjóra úr hópi foreldra sem skipulögðu spilakvöld fyrir krakkana. Við fengum í heimsókn skemmtilegt fólk frá Spilavinum sem voru með heilan helling af allskonar skemmtilegum spilum og allir skemmtu sér vel við að spila. Einnig var hlaðborð með girnilegum kræsingum sem hægt var að gæða sér á. Þetta var virkilega vel heppnuð og skemmtileg kvöldstund 🙂

12719236_10207688142017187_4475556247286776790_o

12694733_10207688138017087_7512427221997594938_o

12719373_10207688156337545_1349132453917648562_o

12694483_10207688146897309_1712694123480686521_o C sveit var í vel heppnuðum æfingabúðum í Hlíðardalsskóla helgina 5. til 7. febrúar. Stífar æfingar og mikill metnaður skilaði ótrúlegum framförum á stuttum tíma. En svo var líka tími inn á milli til að hafa það goptt og skemmta sér saman 🙂 Sumir notuðu þann tíma sem gafst milli æfinga til að kíkja í námsbækurnar en aðrir reyndu að komast til Húsavíkur í skemmtilega pirrandi leik, þ.e. pirrandi fyrir þá sem sáu ekki samhengið.

Í dag mánudag 18. janúar hefur netsamband okkar hér í Digranesi verið í lamasessi.
Það veldur því m.a. að tölvupóstar frá okkur hafa ekki komist út.
einnig er óljóst hvort okkur berst allur netpóstur.
Þeir sem vænta póstsendinga frá okkur gætu því þurft að bíða eitthvað eftir svörum.
Ef málefnið er brýnt má alltaf prófa að hringja 🙂