Góður afmælisdagur

Við héldum upp á afmælisdaginn okkar með pomp og prakt þann 22. febrúar.

Byrjuðum á því að halda tónleika fyrir utan Kársnesskóla á sama stað og fyrstu tónleikarnir okkar voru haldnir fyrir 50 árum síðan. Þórunn og Álfheiður mættu með stóran hóp barna ú Kársneskórnum og sungu með okkur í einu lagi.

Seinna um daginn var kökupartý í Digranesinu. Öllum nemendum okkar var boðið í dýrindis afmælisköku og skemmtu sér vel, meðal annars við að hlusta á upptökurnar sem verða á nýja disknum okkar.

Einnig var stutt athöfn í salnum okkar þar sem gestir færðu okkur afmælisgjafir og nýstofnuð Ukulele- og flautuhljómsveit lék eitt lag.

Myndir frá afmælisdeginum

SK á afmæli!

Skólahljómsveitin á afmæli í dag, miðvikudaginn 22. febrúar og fagnar 50 ára afmælinu með því að endurgera fyrstu tónleika SK sem haldnir voru við Kársnesskóla þennan dag fyrir 50 árum síðan.

Gleðilegt nýtt ár!

Þá er komið nýtt ár og vonandi eru allir glaðir og kátir efir jólafríið.

Kennsla hjá Skólahljómsveit Kópavogs hefst miðvikudaginn 4. janúar og þá byrjum við að undirbúa afmælið okkar af fullum krafti 🙂

Flautuleikarar í Sunnuhlíð

img_3036Þessi flotti hópur stóð sig með mikilli prýði í Sunnuhlíð föstudaginn 16. desember. Þau fengu yndislegar móttökur og þetta var dásamleg stund. Dagný flautukennari hjá SK skipulagði þessa  heimsókn í Sunnuhlíð með nemendur sína til að gleðja heimilisfólkið á aðventunni.

C sveit spilar á jólatónleikum sinfóníunnar

20161214_154443C sveitin okkar í SK var á sviði í Eldborg ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands á fernum tónleikum helgina 17. – 18. desember. Þetta var okkur mikill heiður og við lögðum allt í sölurnar til að gera okkar hlut í tónleikunum sem allra bestan. Við erum líka sérlega stolt af útkomunni, enda spiluðu allir eins og englar og sviðsframkoman var hrein snilld

Á undan tónleikunum voru A og B sveitir SK með jólatónleikana sína í Hörpuhorninu, A sveit á laugardeginum og B sveit á sunnudegi.

Hér má sjá nokkrar myndir frá æfingu C sveitar í Hörpu og tónleikunum sjálfum.