Árlegir vortónleikar SK verða haldnir sunnudaginn 5. mars í Háskólabíói. Tónleikarnir hefjast klukkan 14 og allar þrjár hljómsveitirnar okkar, A, B og C sveit koma þar fram og sýna afrakstur vetrarins.

Árlegir vortónleikar SK verða haldnir sunnudaginn 5. mars í Háskólabíói. Tónleikarnir hefjast klukkan 14 og allar þrjár hljómsveitirnar okkar, A, B og C sveit koma þar fram og sýna afrakstur vetrarins.
Fyrsti kennsludagur hjá Skólahljómsveitinni á nýju ári, 2023, er fimmtudagur 5. janúar.
Öll hljóðfærakennsla og samæfingar hefjast þennan dag.
Það er margt í gangi hjá SK í desember, hljómsveitirnar að spila út um víðan völl og litlir hópar koma víða fram, m.a. í skólum bæjarins.
Jólatónleikar allra sveita eru í Hörpuhorni laugardaginn 17. desember og jólaskemmtanir í skólum 19. og 20. desember.
Hér er mynd af A sveit að spila í Smáraskóla við upphaf ljósagöngu nemenda skólans.
Hausttónleikar allra sveita verða í Háskólabíói miðvikudaginn 2. nóvember kl. 19:30
Upplýsingar fyrir nemendur og foreldra um tónleikana og aukaæfingar má finna hér.
C sveitin okkar fór á landsmót skólahljómsveita á Akureyri helgina 7.-9. október. Hópurinn stóð sig mjög vel og skemmti sér alveg hreint ágætlega þrátt fyrir að mótið hafi verið stytt um hálfan sólarhring vegna óveðurs.
Fréttabréf haustannar með gagnlegum upplýsingum fyrir nemendur og foreldra er komið á heimasíðuna og má nálgast það með því að smella hér.
Fyrsti kennsludagur hjá Skólahljómsveit Kópavogs haustið 2022 er fimmtudagurinn 25. ágúst. Allar nánari upplýsingar verða sendar foreldrum í vikunni á undan fyrsta kennsludegi.
Eftir tveggja ára Covidhlé getum við aftur verið með almennilega Þemaviku í SK 🙂
Öll vikan frá 2. til 6. maí verður fyllt með margvíslegum smiðjum sem nemendur geta valið úr. Það er boðið upp á að spila á djembetrommur, ukulele og afrískar marimbur, fjölbreyttar samspilssmiðjur og kvikmyndasýningar,spurningakeppnir í tónlist, masterclassa og kynningar á fjölbreyttri tónlist og hljóðfærum.
Tónfræðihóptímar halda sér á sínum tímum í vikunni en hefðbundin hljóðfærakennsla og samæfingar víkja fyrir smiðjunum.
Vikuna 2. – 6. maí er opið fyrir innritun í Skólahljómsveitina fyrir börn sem eru að ljúka þriðja bekk grunnskóla í Kópavogi.
Innritunin er tvíþætt, annars vegar rafræn skráning og hins vegar stutt viðtal. Upplýsingar um innritunina má finna hér.
A sveitin fór í skemmtilega vorferð upp í Grafarvog til að hitta kollega sína í Skólahljómsveit Grafarvogs. Við æfðum saman, spiluðum „örtónleika“ lékum okkur úti í góða veðrinu og fórum í keilu.
Myndir frá ferðinni má sjá hér. Getur tekið tíma að opna síðuna því það eru svo margar myndir.