Frábær árangur í Nótunni

Sextett SK og básúnudúett Vilhjálms og Hjördísar gerðu það gott í Nótunni um helgina. Bæði atriðin fengu viðurkenningu fyrir framúrskarandi atriði í sínum flokki og fá að koma fram fyrir hönd SK á lokahátíð Nótunnar í Eldborg, sunnudaginn 23. mars. Við óskum þeim til hamingju með þennan frábæra árangur.

Þetta er í fjórða skiptið í röð sem SK á fulltrúa á lokahátíð Nótunnar og við erum svakalega stolt af okkar fólki.

Líka er gaman að geta þess að við áttum líka nokkra nemendur „á ská“ á svæðistónleikunum:

Helga Sigríður Kolbeins flautuleikari í A sveit lék á píanó fyrir Tónlistarskólann í Garði, Andrea Ósk Jónsdóttir flautleikari í A sveit lék á píanó fyrir Tónlistarskóla Kópavogs, Karitas Marý Bjarnadóttir fyrrverandi saxófónleikari í SK lék í atriði fyrir tónlistarskólann í Garðabæ og Herdís Linnet trompetleikari lék á píanó fyrir Tónlistarskóla Kópavogs.