Landsmót í Grindavík 2. – 4. maí

A sveit SK stóð sig frábærlega á landsmóti skólalúðrasveita í Grindvík. Það var mikið fjör allan tímann, miklar hljómsveitaræfingar, ratleikur, sundferð, Sveppi og Villi, brjálað veður, góður matur, skemmtilegir krakkar og flippaðir fararstjórar. Sem sagt; ein allsherjar snilldarhelgi.