Miðvikudaginn 22. október hófst verkfall tónlistarkennara í Félagi Tónlistarkennara. Verkfallið hefur þau áhrif á starf SK að nemendur þeirra þriggja kennara okkar sem eru í FT fá ekki hljóðfærakennslu á meðan á verkfallinu stendur. Aðrir kennarar okkar eru í FÍH, en það stéttarfélag hefur ekki boðað til verkfalls að svo stöddu.
Hljómsveitaræfingar og tónfræðitímar haldast án breytinga í verkfallinu.
Uppfært 30. okt: Verkfallið stendur enn hjá FT. FÍH hefur hins vegar samþykkt nýgerðan kjarasamning og munu félagar í FÍH því ekki fara í verfall á þessu ári allavega.
Meira síðar.