Nimrod á tónleikaferðalagi í Portúgal

nimrodNimrod Ron túbukennari SK er á tónleikaferðalagi í Portúgal frá 27. okt til 2. nóvember með Orchestra of Casa da Musica. Einnig verður hann sérstakur gestaeinleikari með málmblásarasveitinni Massive Brass Attack sem Maestro Sergio Carolino stjórnar. Þar fyrir utan verður hann svo með „Masterclass“ tíma fyrir nemendur í ESMAE háskólanum. Við óskum honum góðs gengis í reisunni.