SK fær jafnréttis- og mannréttindaviðurkenningu

jafnrettisSkólahljómsveit Kópavogs hlaut „Jafnréttis- og mannréttindaviðurkenningu“ Kópavogsbæjar 2014.

SK hefur frá upphafi lagt ríka áherslu á jafnrétti til tónlistarnáms og var fyrsta skólahljómsveitin á landinu sem frá upphafi var opin bæði stúlkum og drengjum. Jafnrétti kemur fram á fleiri sviðum, því með því að bjðóða mjög ódýrt tónlistarnám ættu allir að eiga þess kost að læara hjá Sk óháð fjárhag foreldra. Við inntöku nýrra nemenda er leitast við að jafna fjölda nemenda úr öllum skólahverfum eftir því sem hægt er út frá fyrirliggjandi umsóknum. Búið er að óska eftir því við bæjaryfirvöld að hljómsveitin fái viðbótarstöðugildi til kennslu frá næstu áramótum, sem yrði sérstaklega hugsað fyrir kennslu barna í „efri byggðum“ bæjarins, þ.e. í skólahverfum Vatnsenda-, Hörðuvalla- og Salaskóla.

Bæjarstjóri Kópavogs, Ármann Kr. Ólafsson afhenti viðurkenninguna á hausttónleikum SK í Háskólabíói.

Við hjá SK erum afskaplega ánægð og glöð með þessa viðurkenningu á starfinu okkar 🙂