Laugardagurinn 29. nóvember var annasamur hjá okkur í SK.
Dagurinn hófst með tónleikum A sveitar í Kópavogsskóla klukkan 11. Ekki var að spyrja að því að þau stóðu sig dásamlega á fyrstu jólatónleikunum sínum.
Þaðan var farið í Snælandsskóla þar sem A sveit steig aftur á svið klukkan tólf og lék síðari tónleika sína þann daginn af stakri fagmennsku.
Klukkan eitt var komið að B sveitinni að spila sína fyrstu jólatónleika þetta árið og fóru þeir fram í Álfhólsskóla. Glæsilega frammistaða eins og við var að búast.
C sveitin lék við tendrun ljósa á jólatréi bæjarins rétt fyrir klukkan þrjú og svo var það flautukvartett SK sem sló botninn í tónleikaseríu dagsins með því að leika nokkur jólalög inni á Gjábakka á meðan gestir og gangandi gæddu sér á heitu súkkulaði og kökum.
Myndskeið frá tónleikum A sveitar í Snælandsskóla.