Jólafrí hjá SK

Skólahljómsveit Kópavogs er í jólafríi frá 20. desember til 4. janúar.

Að undanskildum nokkrum verkefnum er Skólahljómsveitin í jólafríi frá 20. desember.

Flautu- og klarinetthópar eru að spila fram á þorláksmessu og nokkrir hljóðfæraleikarar úr C sveit vinna við vörutalningu í Tónastöðinni milli jóla og nýars.

C sveit er með verkefni laugardaginn 3. janúar og af þeim sökum er æfing hjá C sveit föstudaginn 2. janúar kl. 17:00 – 18:30.

Kennsla hefst svo á nýju ári mánudaginn 5. janúar.