Carlos básúnukennari hjá SK er með einleikstónleika í Hörpu, sunnudaginn 8. febrúar kl. 16:00. Meðleikari á tónleikunum er píanóleikarinn Ástríður Alda Sigurðardóttir
Á efniskránni eru þekkt verk úr bókasafni básúnuleikarans:
S. Sulek: Sónata „Vox Gabriel“
C. Saint-Saens: Cavatine, op. 144
A. Guilmant: Morceau symphonique, op. 88
P. Hindemith: Sónata fyrir básúnu og píanó
E. Reiche: Konsert nr. 2 í A-dúr
Ástæða er til að hvetja alla nemendur SK til að mæta á tónleikana og þá sértaklega þá sem spila á básúnu 🙂
Nemendur SK fá 50% afslátt af miðum í miðasölu Hörpu.