SK fær styrk fyrir tónverki

Árdís og Matthías taka við styrk í Salnum 14 apríl 2015Þann 14. apríl veitti Lista- og menningarráð Kópavogs Skólahljómsveitinni styrk til að láta semja tónverk fyrir hljómsveitina sem verður frumflutt á 50 ára afmælistónleikum SK í Eldborg í mars 2017. Árdís Elfa og Matthías fóru fyrir okkar hönd og tóku við styrknum.
Tónverkið semur Helgi Rafn Ingvarsson, sem er fyrrverandi nemandi hjá okkur í SK en er nú í Doktorsnámi í tónsmíðum við Guildhall School of Music and Drama í London.