Vetrarstarfið að hefjast

18715847134_c060bf585d_zFyrsti kennsludagurinn okkar var mánudagurinn 24. ágúst. Þann dag var fyrsta samæfing C sveitar, B sveit var með fyrstu æfingu þriðjudaginn 25. og A sveit var með sína fyrstu samæfingu fimmtudaginn 27. ágúst.

Tónfræðikennslan hefst 1. september.

Fyrsta vikan fór að mestu í að koma saman stundatöflum og hefja kennslu. Nú ættu allir að vera búnir að fá upplýsingar um hljóðfæratímana sína og kennslan komin í fullt svíng.
Sjá nánar í fréttabréfi haustannar.