Frábærar æfingabúðir

20151003_164636

20151003_162234

20151003_164833
B sveit SK fór í sérlega skemmtilegar og árangursríkar æfingabúðir helgina 2. – 4. október.
Það byrjaði þó ekki vel þegar rútubílstjórinn villtist á leiðinni en eftir að komið var á áfangastað gekk allt ljómandi vel. Þórður hljómsveitarstjóri vann mjög vel með krökkunum alla helgina og á milli æfinga var tími til að fara í sund, vera með kvöldvöku og skemmta sér saman á ýmsan hátt.
Fararstjórar í ferðinni sögðu að þetta hefði verið einstaklega skemmtilegur og samheldinn hópur og ekki annað að merkja við heimkomuna en að allir hefðu verið sérlega glaðir og ánægðir 🙂