Vel heppnaðir hausttónleikar

IMG_0797IMG_0757

IMG_0804

IMG_0809Hausttónleikar SK voru haldnir í Háskólabíói þann 4. nóvember og heppnuðust mjög vel. Þema tónleikanna var íslensk tónlist og meðal þess sem hljómsveitirnar léku fyrir tónleikagesti voru lögin Dimmar rósir, Tvær stjörnur, Draumur um Nínu og Bláu augun þín, en í því lagi lék Unnur Ágústsdóttir einleik á altsaxófón. Stjórnandinn notaði líka tækifærið til að kalla eiginkonu sína upp á svið og færa henni að gjöf bleika básúnu í tilefni af 15 ára brúðkaupsafmæli sem bar upp á tónleikadaginn.
Allar sveitir stóðu sig með með stakri prýði og fluttu verkin sín af einstakri snilld eins og við var að búast.