Piparkökukvöld hjá A sveit

20151211_18022720151211_18014020151211_180127
Það var mikið stuð og fjör á piparkökukvöldi A sveitar í Digranesinu. Allir skemmtu sér konunglega við að skreyta piparkökur og jafnvel borða þær líka, hlusta á jólatónlist og drekka heitt kakó.
Svo var haldið inn í sal á meðan skreytingarnar þornuðu á piparkökunum og keppt í mikilli spurningakeppni.
Nýráðnir viðburðastjórar A-sveitar, Ásta, Sólrún og Valgerður sáu um að undirbúa og framkvæma og fá miklar þakkir fyrir 🙂