Spilakvöld hjá A sveit

2016 A sveit spilakvöld12016 A sveit spilakvöld7

2016 A sveit spilakvöld15

A sveitin er svo heppin að hafa frábæra viðburðastjóra úr hópi foreldra sem skipulögðu spilakvöld fyrir krakkana. Við fengum í heimsókn skemmtilegt fólk frá Spilavinum sem voru með heilan helling af allskonar skemmtilegum spilum og allir skemmtu sér vel við að spila. Einnig var hlaðborð með girnilegum kræsingum sem hægt var að gæða sér á. Þetta var virkilega vel heppnuð og skemmtileg kvöldstund 🙂