SK í Nótunni

12832392_10207861251785196_3823891191051935891_nSkólahljómsveitin sendi tvö atriði í undankeppni Nótunnar í byrjun mars. Fyrra atriðið var flautudúett sem þær Hekla og Viktoría Rós úr C sveitinni spiluðu og seinna atriðið var talkór sem um 20 hljóðfæraleikarar úr C sveit fluttu. Bæði atriðin voru skemmtileg og vel flutt og fór svo að flautudúettinn fékk viðurkenningu fyrir framúrskarandi flutning og munu þær Hekla og Viktoría endurtaka leikinn í Hörpu þann 10. apríl á lokahátíð Nótunnar. Við óskum þeim stöllum innilega til hamingju með árangurinn 🙂