Starfið hjá okkur í SK fer af stað á svipuðum tíma og hjá grunnskólunum.
C sveit tekur aðeins forskot á sæluna og er með fyrstu æfingu þann 18. ágúst en almennt hefst starfið í vikunni frá 22. ágúst.
Allar nánari upplýsingar koma í fréttabréfi með tölvupósti til nemenda og foreldra.
Við minnum á viðburðadagatalið hérna á heimasíðunni en þar er hægt að finna upplýsingar um flesta viðburði á okkar vegum.