Hausttónleikar 9. nóvember

Hausttónleikar SK verða haldnir í Háskólabíói miðvikudaginn 9. nóvember kl. 19:30.

Við minnumst þess að 50 ár eru nú liðin frá því að fyrstu nemendurnir hófu nám hjá okkur og stöndum fyrir veglegum tónleikum í Háskólabíói með um 160 börnum og ungmennum.

Yngsta sveitin leikur ma. Ísland er land þitt og Afmælisdiktur og miðsveitin mun  leika syrpu af lögum Bítlanna og lag um klukkuna hans afa gamla ásamt öðrum verkum. Stærsta verk tónleikanna er þó verkið Cry of the Last Unicorn. sem C sveitin leikur. Það verk er sérsamið fyrir blásarasveitir og fjallar um eltingaleik veiðimanna við síðasta einhyrninginn.