SK í hljóðveri

20161106_170859Í byrjun nóvember fóru allar sveitir SK í stúdíó Sýrland og tóku upp nokkur lög til að setja á geisladisk í tilefni af 50 ára afmælinu. Unnið var stíft yfir heila helgi og talsvert af lögum rataði inn á tölvudiskinn í stúdíóinu. Það verður svo bara spennandi að heyra afraksturinn seinna í vetur, en ráðgert er að diskurinn komi út um það leyti sem við höldum 50 ára afmælistónleikana í Eldborg, þann 5. mars.

Hér má sjá nokkrar myndir frá hljóðverinu.