Tónfundum lokið á haustönn

20161207_200637_cropÞá er öllum tónfundum lokið á haustönninni og allir nemendur búnir að fá tækifæri til að koma fram og spila fyrir áhorfendur.

Síðustu tónfundirnir voru í Salnum í Kópavogi þar sem við þurftum að víkja úr húsnæðinu okkar vegna boltaleiks í Digranesi.

Tónfundirnir fóru allir vel fram og stóðu nemendur og áhorfendur sig með mikilli prýði.

Hér má sjá nokkrar myndir frá tónfundunum.