C sveit spilar á jólatónleikum sinfóníunnar

20161214_154443C sveitin okkar í SK var á sviði í Eldborg ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands á fernum tónleikum helgina 17. – 18. desember. Þetta var okkur mikill heiður og við lögðum allt í sölurnar til að gera okkar hlut í tónleikunum sem allra bestan. Við erum líka sérlega stolt af útkomunni, enda spiluðu allir eins og englar og sviðsframkoman var hrein snilld

Á undan tónleikunum voru A og B sveitir SK með jólatónleikana sína í Hörpuhorninu, A sveit á laugardeginum og B sveit á sunnudegi.

Hér má sjá nokkrar myndir frá æfingu C sveitar í Hörpu og tónleikunum sjálfum.