Góður afmælisdagur

Við héldum upp á afmælisdaginn okkar með pomp og prakt þann 22. febrúar.

Byrjuðum á því að halda tónleika fyrir utan Kársnesskóla á sama stað og fyrstu tónleikarnir okkar voru haldnir fyrir 50 árum síðan. Þórunn og Álfheiður mættu með stóran hóp barna ú Kársneskórnum og sungu með okkur í einu lagi.

Seinna um daginn var kökupartý í Digranesinu. Öllum nemendum okkar var boðið í dýrindis afmælisköku og skemmtu sér vel, meðal annars við að hlusta á upptökurnar sem verða á nýja disknum okkar.

Einnig var stutt athöfn í salnum okkar þar sem gestir færðu okkur afmælisgjafir og nýstofnuð Ukulele- og flautuhljómsveit lék eitt lag.

Myndir frá afmælisdeginum