Afmælistónleikar í Eldborg

50 ára afmælistónleikar Skólahljómsveitarinnar voru haldnir í Eldborg sunnudaginn 5. mars. Allar sveitirnar okkar þrjár komu fram auk hljómsveitar frumherja, skipuð nemendum frá fyrstu árum sveitarinnar og ukulele- og flautuhljómsveit að viðbættum söngvurum úr kór Kársnesskóla. Við frumfluttum trompetkonsert eftir Helga Rafn Ingvarsson, sem var sérstaklega saminn fyrir Jóhann Nardeau og Skólahljómsveitina.  Einnig fengum við kínverskan dreka inn á svið, einn eldri saxófónleikari „villtist“ inn á svið í einu lagi og í lokalaginu bættust við sex trommuleikarar sem allir voru í sveitinni á sínum tíma og léku þeir á sitt trommusettið hver í laginu Hey Jude.

Tónleikarnir heppnuðust einstaklega vel og við getum svo sannarlega verið ánægð með frammistöðu okkar unga tónlistarfólks.