C sveit fær viðurkenningu í Nótunni

C sveit SK tók þátt í svæðistónleikum Nótunnar í Salnum í Kópavogi sunndaginn 18. mars. Þau stóðu sig ótrúlega vel og fengu verðlaun fyrir framúrskarandi atriði í sínum flokki. Það þýðir að þau fara með atriðið sitt á lokahátíð Nótunnar sem verður í Eldborgarsal Hörpu þann 2. apríl næstkomandi. Við í skólahljómsveitinni erum afskaplega stolt af C sveitinni okkar og óskum þeim alls hins besta í Eldborg.