Fyrstu tónleikar vetrarins

Fyrsta gigg vetrarins var 13. september þegar yngri armur C sveitarinnar spilaði við setningarathöfn Icefish sýningarinnar í Smáraskóla. Verkefnið gekk vonum framar og nú eru ungliðarnir í C sveit búnir að fá eldskírnina sína. Þrír af eldri nemendum sáu sér fært að vera með og styðja við þá yngri. Við erum heppin að hafa svona góðan hóp af hljóðfæraleikurum í SK 🙂 Einnig ber að þakka búninganefndinni sem kláraði á mettíma að finna búninga á alla nýliðana.