Hausttónleikar

Árlegir hausttónleikar Skólahljómsveitarinnar voru haldnir í Háskólabíói miðvikudaginn 8. nóvember.

Skemmst er frá að segja að tónleikarnir gengu ótrúlega vel og hljóðfæraleikararnir allir stóðu vel undir þeim væntingum sem til þeirra voru gerðar.

Allar sveitirnar þrjár, A, B og C komu fram og léku fjölbreytta tónlist, en þema kvöldsins var „Danstónlist“. Heyra mátti tónlist allt frá miðöldum til nútímans og frá Írlandi til Ísrael.