Vortónleikar 2018

Vortónleikar 2018 voru haldnir með pomp og pragt í Háskólabíói sunnudaginn 4. mars. Eins og alltaf komu allar sveitirnar þrjár fram á tónleikunum og sýndu sína bestu takta. Gleðin var við völd að vanda og hljóðfæraleikararnir almennt í góðu stuði.