Æfingabúðir B sveitar

B sveitin okkar fór í frábærar æfingabúðir í Hlíðardalsskóla helgina 21. – 23. september. Hópurinn stóð sig ótrúlega vel á öllum æfingunum og skemmti sér konunglega á kvöldvökunni.

Æfingabúðirnar skiluðu þannig öllum þeim árangri sem vænst var og afraksturinn fá tónleikagestir að heyra á hausttónleikunum okkar þann 7. nóvember.