C sveit á landsmóti

C sveit SK var á afar skemmtilegu landsmóti skólalúðrasveita á Akureyri helgina 12. – 14. október. Á mótinu gafst þátttakendum kostur á að velja sér smiðjur af ýmsu tagi og kynnast tónlistarnámi og hljóðfæraflutningi frá nýjum hliðum. Meðal annars var boðið upp á að spila á afrískar djembe trommur, brasilískar götutrommur, læra steppdans og spila í jazzhljómsveitum. Mótinu lauk svo með uppskerutónleikum í Hofi þar sem hluti hópsins sýndi afraksturinn úr smiðjunum sínum.