Hausttónleikar 2018

Hausttónleikar SK voru venju samkvæmt haldnir í Háskólabíói, miðvikudaginn 7. nóvember.

Allar sveitirnar þrjár fluttu þar tónverk sem þau hafa verið að æfa í vetur og stóðu sig með mikilli prýði. Þetta voru fyrstu hausttónleikarnir þar sem B sveitin lék undir stjórn Jóhanns Björns Ævarssonar sem tók við sveitinni í haust af Þórði Magnússyni.