Fyrsta verkefni ársins

Eins og mörg undanfarin ár var fyrsta verkefni Skólahljómsveitarinnar á nýju ári að spila á nýárssundmóti Íþróttasambands fatlaðra. Þetta er alltaf skemmtilegur viðburður og við gerum okkar besta í að skapa áramótastemmingu með áramótalögum og líflegum klæðnaði.