Herdís og Hilma bæta við sig prófgráðum

Þær stöllur Herdís Linnet og Hilma Kristín kennarar við Sk stóðu í ströngu í lok apríl og bættu við sig prófgráðum. Hilma Kristín lauk námi í tónsmíðadeild Listaháskólans með tónleikum í Stúdíó Sýrlandi og Herdís hélt framhaldsprófstónleika á píanó þann sama dag. Herdís hyggur á áframhaldandi tónlistarnám í Stokkhólmi næsta vetur og verður því ekki í kennaraliði okkar áfram. Við óskum þeim Herdísi og Hilmu til hamingju með áfangann.

Frá útskriftartónleikum Hilmu Kristínar
Frá framhaldsprófstónleikum Herdísar