Vetrarstarfið að hefjast

Starfið okkar í SK er að fara af stað núna í lok ágúst. Fyrsti kennsludagur er mánudagurinn 26. ágúst og þann dag eru fyrstu samæfingar A og C sveita.

Kennarar SK verða í sambandi við nemendur sína til að finna góðan tíma fyrir hljóðfærakennsluna og við hlökkum til góðrar samvinnu og skemmtilegra stunda í vetur.