Hausttónleikar 6. nóvember

Annar stærsti viðburður í starfi okkar í SK eru hausttónleikarnir sem að þessu sinni verða haldnir í Háskólabíói, miðvikudaginn 6. nóvember. Tónleikarnir hefjast kl. 19:30 og standa til um það bil korter yfir níu. Fjölbreytt tónlist verður í boði á tónleikunum og mun megnið af henni tengjast á einn eða annan hátt Barnasáttmála og Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.