Skólabyrjun

Skólastarfið hjá okkur í SK hefst fimmtudaginn 27. ágúst. Þá eru fyrstu samæfingar hljómsveitanna og fyrsti kennsludagur hljóðfæratíma.

Kennarar okkar verða í sambandi við sína nemendur og foreldra þeirra til að finna heppilega tíma fyrir hljóðfæratímana. Búast má við einhverjum tilfæringum á tímum fyrstu vikuna meðan að stundataflan er að festast í sessi, því það getur verið talsvert púsl að koma þessu öllu saman.

Hér má finna nánari upplýsingar um starfsárið.