8. október: Samæfingar og hóptímar falla niður til 19. október

Á fundi með fulltrúum frá almannavörnum og sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu var lögð sú lína að skólahljómsveitir felli niður samæfingar og hóptíma í tónfræðum út þessa viku og alla næstu viku líka. Það er gert til að hindra blöndun nemendahópa úr mismunandi grunnskólum og er í samræmi við aðrar aðgerðir í sama tilgangi s.s. íþróttaæfingar

Við í SK förum að sjálfsögðu eftir þessum fyrirmælum eins og öðrum sem varða sóttvarnir, þó við hefðum að sjálfsögðu helst óskað þess að fá nemendur okkar á æfingar.

Það verða því engar samæfingar hjá A, B og C sveitum í dag og á morgun og ekki heldur alla næstu viku eða til 19. október.

Sama á við um hóptíma í tónfræði, þeir falla sömuleiðis niður til 19. október.

Hljóðfæratímar halda áfram þangað til annað verður ákveðið.