19. október

Sóttvarnir til 3. nóvember

Staðan í sóttvarnarmálum hér í SK er sú að Skólahljómsveitin verður undir sömu reglum fram til 3. nóvember og voru í gildi í síðustu viku. Það er sem sagt gert ráð fyrir óbreyttu ástandi næstu tvær vikur.

Inn í þetta tímabil kemur svo vetrarfríið 26. og 27. október.

Þetta þýðir að bann er lagt við samæfingum og hópkennslu þennan tíma. Við erum þó að leita leiða til að vera með einhverskonar vinnu á samæfingatímum hljómsveitanna og að koma tónfræðihóptímum í fjarkennslu. Sem dæmi erum við með æfingar hljómsveitanna í gegn um Zoom fjarfundabúnað.

Áfram er okkur bannað að fara út í grunnskólana til að kenna og nemendur á skólatíma verða því áfram í fjarkennslu næstu tvær vikur.

Hljóðfæratímar í húsnæðinu okkar halda áfram óbreyttir.

Hausttónleikar 4. nóvember eru út úr myndinni miðað við þessar aðgerðir.