Kennslutilhögun frá 3. nóvember
Nú höfum við kennarar og stjórnendur í SK ráðið ráðum okkar í dag og skipulagt kennsluna hjá okkur fyrir næstu tvær vikur.
Helstu atriðin eru:
Einkatímar í okkar húsnæði halda sér óbreyttir. Hljóðfæratímar með tveimur nemendum taka einhverjum breytingum.
Hljóðfæratímar á skólatíma verða í fjarkennslu til að byrja með. Við vonumst til að kennarar fá leyfi til að fara út í einhverja skóla fljótlega.
Samæfingar verða áfram í fjarkennslu.
Tónfræðihóptímar verða áfram í fjarkennslu.
Kennslutilhögun:
Smitvarnir.
- Kennslustofum verður skipt upp í tvö svæði með tveggja metra millibili, eitt fyrir kennara og annað fyrir nemandann.
- Allir snertifletir í kennslustofum verða sótthreinsaðir á milli nemenda.
- Við hvetjum nemendur til að vera ekki lengur í húsnæðinu en þörf er á, fyrir og eftir hljóðfæratímann.
- Kennarar sem hafa notað stílabækur sem samskiptaleið munu færa sig yfir í rafrænar lausnir.
- Allir nemendur verða að þvo hendur og spritta við komuna í skólann.
- Foreldrar og aðstandendur, vinir og vinkonur skulu almennt ekki koma í húsnæðið nema brýna nauðsyn beri til.
Grímuskylda.
- Allir nemendur, líka þeir sem eru í 4. bekk, eiga að vera með andlitsgrímu við komu í skólann, á nemendasvæði og á göngum.
- Kennarar verða með andlitsgrímur á göngum og í sameiginlegum rýmum.
- Ekki er grímuskylda í kennslustofum enda tveggja metra nándarmörk haldin.
- Æskilegt er að nemendur komi með sínar eigin grímur, en við verðum líka með grímur tiltækar fyrir alla.
Samæfingar og tónfræðihóptímar
- Samæfingar og tónfræðihóptímar verða í fjarkennslu.
- Leitum leiða til að auka fjölbreytni í tímunum og virkni nemenda
Samkennsla.
- Ekki er ljóst hvort við megum vera með tvo nemendur saman í tíma sem ekki koma úr sama grunnskólanum. Það skýrist vonandi á næstu dögum. Þangað til leita kennarar annarra leið með þá tíma.
Hljóðfæratímar á skólatíma.
- Í reglugerð heilbrigðisráðherra er gert ráð fyrir að tónlistarkennarar megi fara út í grunnskólana til að kenna, með ákveðnum skilyrðum.
- Við vonumst til þess að fá bráðlega leyfi til að vera með staðkennslu í grunnskólunum að einhverju leyti. Það takmarkast af því húsnæði sem í boði er í hverjum skóla, því skólarnir eru að nýta sitt húsnæði meira en áður þar sem skipta þarf upp bekkjum og færa til kennslu.
Tónfundir
- Tónfundir verða ekki með venjulegu sniði á haustönninni. Við skoðum aðrar leiðir og verið getur að kennarar SK fari ekki allir sömu leið við útfærslu tónfundanna
Við í SK ætlum að takast á við þessar áskoranir með bjartsýnina að vopni og leggja okkar af mörkum til að kveða Covid drauginn í kútinn. Hljóðfæraleikurinn er tilvalin leið til að halda sér gangandi í kófinu og fátt betra til að létta lundina en að spila eitthvað skemmtilegt á hljóðfærið sitt ?