23. nóvember

Nýjar sóttvarnarreglur fyrir Skólahljómsveitina tóku gildi 23. nóvember

Nú mega 25 hljóðfæraleikarar mæta á samæfingu í einu og er búið að skipta öllum hljómsveitunum, A, B og C niður í slíka hópa. Ekki þarf að viðhalda sömu hópaskiptingu og í grunnskólum en við pössum upp á að blanda ekki á milli hópanna okkar.

Grímuskylda er ekki lengur á nemendum í 4. til 7. bekk. Nemendur í 8. bekk og eldri eru áfram með grímuskyldu þar sem ekki er hægt að viðhalda tveggja metra reglu. Ekki er því grímuskylda í hljóðfæratímum eða á samæfingum þar sem tveggja metra fjarlægð er haldin.

Tónfræðihóptímar verða áfram í fjarkennslu til jóla.

Áfram er beðið um að foreldrar og aðrir gestir komi ekki inn í húsnæðið okkar, nema brýna nauðsyn beri til og þá með andlitsgrímur.

Í framhaldi af þessu hefur einnig verið liðkað til í grunnskólunum, svo kennarar okkar geta nú verið með staðkennslu í sumum grunnskólanna.