Nýjar sóttvarnarreglur til 15. apríl

Enn á ný taka nýjar sóttvarnerreglur gildi. Helstu áhrif sem þær hafa á starf SK fram til 15. apríl eru:

Kennsla hjá SK hefst aftur eftir páskafríið klukkan tíu, þriðjudaginn 6. apríl og verður í staðkennsu (ekki fjarkennslu) og samkvæmt stundaskrá.

Æfingum C sveitar verður aftur skipt upp til að við förum ekki yfir 50 manna hámark í rými. Nánari upplýsingar um skiptinguna koma í tölvupósti samdægurs fyrir hverja æfingu eins og var í febrúar.

Æfingar A og B sveita verða áfram með sama sniði og undanfarið, sem og tónfræðikennslan.

Nemendur á grunnskólaaldri eru undanþegnir grímuskyldu og tveggja metra nándarmörkum, en eldri nemendur, kennarar og starfsfólk skólans undirgangast tveggja metra nándarmörk og grímuskyldu þegar ekki er hægt að halda tveggja metra fjarlægð.

Foreldrar og aðrir gestir eiga ekki að koma inn í Tónhæð nema brýna nauðsyn beri til og gæta þá að sóttvörnum og bera andlistgrímur.

Reglugerð um sóttvarnir sem gildir til 15. apríl má lesa hér.