Spilað með landsliðinu í hljóðfæraleik

Það var glæsilegt tækifærið sem fjórir flautuleikarar úr SK fengu í desember að spila með Sinfóníuhljómsveit Íslands á fernum jólatónleikum í Eldborgarsal Hörpu. Þaulæft atriði undir stjórn Berglindar Stefánsdóttur kom mjög vel út og var þeim Aðalheiði Kristínu, Heiðdísi Hrönn, Hildi Örnu og Hrafnhildi Freyju til mikils sóma.

Berglind, Heiðdís Hrönn, Aðalheiður Kristín, Hildur Arna og Hrafnhildur Freyja