Samkomutakmarkanir rýmkaðar

Það var okkur mikið gleðiefni að samkomutakmarkanir voru rýmkaðar í skólastarfi frá 12. febrúar. Mikilvægast fyrir okkur er að nú er mögulegt að fá fulla mætingu á æfingar A og C sveita, en undanfarið höfum við þurft að skipta þeim hópum niður á æfingar vegna fjölda hljóðfæraleikaranna. Einnig auðveldar þetta okkur að halda veglega vortónleika þann 6. mars.