Þemavika 2022

Eftir tveggja ára Covidhlé getum við aftur verið með almennilega Þemaviku í SK 🙂

Öll vikan frá 2. til 6. maí verður fyllt með margvíslegum smiðjum sem nemendur geta valið úr. Það er boðið upp á að spila á djembetrommur, ukulele og afrískar marimbur, fjölbreyttar samspilssmiðjur og kvikmyndasýningar,spurningakeppnir í tónlist, masterclassa og kynningar á fjölbreyttri tónlist og hljóðfærum.

Tónfræðihóptímar halda sér á sínum tímum í vikunni en hefðbundin hljóðfærakennsla og samæfingar víkja fyrir smiðjunum.