15. – 17. október 2021
Helgina 15. – 17. október förum við í æfingabúðirnar okkar í Hlíðardalsskóla.
Dagskráin í pdf skjali (til að hlaða niður og/eða prenta)
Ferðin kostar 8.300 krónur og innifalið í því er allur matur yfir helgina ásamt kaffitímum, rútuferðirnar og gistingin.
Þeir sem eiga peninga í ferðsjóðnum sínum nota þann sjóð til að borga ferðina. Aðrir eru beðnir um að greiða upphæðina á reikning FSK: 0130-26-6560, kt. 660109-0560 í síðasta lagi miðvikudaginn 13. október.
Þið megið svo hafa með ykkur eitthvurt sælgæti og gos til að maula á kvöldvökunni. Munið að vera ekki með hnetur eða nammi með hnetum (Snickers, Corny, og svo framvegis.)
Hafið með ykkur:
- Hljóðfærið
- Tuner (ef þið eigið slíkt)
- Nótnastatíf ( þau sem geta)
- Allar gamlar nótur – líka úr A og B sveit 😊
- Munið að vera búin að raða gömlu nótunum í stafrófsröð, annars tekur svo langan tíma að skila þeim!
- Sæng eða svefnpoka, kodda og lak.
- (Það eru rúm í herbergjunum svo það þarf ekki að koma með dýnu með sér)
- Inniskó er gott að hafa með
- Metnaðinn og góða skapið!
- Tannburstann, snyrtibudduna, handklæði etc.
Dagskráin:
- Föstudagur 15. október
- 17,30 Mæting í Tónhæð (trommarar mæti 17:10 til að róta)
- 18,00 Rútan leggur af stað til Hlíðardalsskóla
- 19,00 Komum okkur fyrir í skólanum og stillum upp fyrir æfingu í íþróttasal.
- 19,30 – 20,00 Kvöldmatur.
- 20,00 – 22,00 Samæfing (15 mínútna pása kl. 21,00)
- 22,00 Kvöldhressing, rólegheit og háttatími.
Laugardagur 16. október
- 8,20 – 9,20 Morgunmatur
- 8,55 – 9,25 Raddæfing SAXÓFÓNAR
- 9,30 – 11,25 Samæfing (15 mínútna pása klukkan 10:30)
- 11,30 – 12,00 Raddæfing KLARINETT
- 12,30 – 13,00 Raddæfing FLAUTUR
- 13,00 – 14,00 Samæfing
- 14,05 – 14:35 Raddæfing HORN
- Frjáls tími
- 15,30 – 16,00 Kaffitími
- 16,00 – 16,30 Raddæfing TROMPETAR
- 16,35 – 18,20 Samæfing (15 mínútna pása klukkan 17,30)
- 18,30 – 19,00 Raddæfing LOW BRASS og BASSAR
- 19,00 – 19,40 Kvöldmatur
- 19,45 – 20,30 Samæfing
- 21,00 Kvöldvaka
Sunnudagur 17. október
- 9,00 – 9,25 Morgunmatur og frágangur
- 9,20 – 9,50 Raddæfing SLAGVERK
- 10,00 – 11,45 Samæfing (10 mínútna pása klukkan 10,50)
- 11,45 – 12,30 Hádegismatur og lokafrágangur
- 12,30 – 13,15 Samæfing – rennsli
- 13,15 Rútan kemur og við setjum dótið í rútuna
- 14,40 Áætluð heimkoma