Greinasafn fyrir flokkinn: Tilkynningar

Æfingabúðir B og C sveita

B og C sveitir fara í æfingabúðir í október. Við gistum tvær nætur í Hlíðardalsskóla og æfum og æfum til að undirbúa hausttónleikana sem best.

B sveit fer helgina 8. – 10. og C sveitin 15. – 17. október.

Útlit er fyrir að það verði mikið fjör í þessum æfingabúðum eins og svo oft áður.

Upplýsingar um æfingabúðir SK

Upplýsingar um æfingabúðir C sveitar í október

Vetrarstarfið að hefjast

Þá setjum við skólahljómsveitina af stað eitt árið enn og í þetta sinn aftur í skugga Covid. Vonandi verðum við fljót að hrista það af okkur og náum að gera góðan vetur fyrir okkur öll.

Helstu upplýsingar um vetrarstarfið eru sendar í fréttabréfi til foreldra í tölvupósti og þær má jafnframt sjá hér: Fréttabréf

Einnig er gott að skoða viðburðadagatalið hér hægra megin á síðunni (neðst í símaviðmóti) og skóladagatalið

Fyrsti kennsludagur er fimmtudagurinn 26. ágúst.

Tónleikar og tónleikaferð hjá C sveit

C sveitin okkar sparkaði kórónaveirunni út fyrir hafsauga með hressilegum tónleikum í lok vetrar. Fyrri tónleikarnir voru í Norðurljósasal Hörpu þriðjudaginn 8. júní og þeir seinni á Hellu laugardaginn 12. júní í samvinnu við Tónlistarskóla Rangæinga.

Vortónleikar 2021

Innritun fyrir veturinn 2021 – 2022

Innritun nýrra nemenda fyrir skólaárið 2021 – 2022 er lokið.

Innritun er einungis opin börnum sem eru í 3ja bekk grunnskóla í Kópavogi. (Börn sem eru að fara í fjórða bekk næsta vetur)

Umsóknarsíðan var opin frá mánudeginum 10. maí föstudagsins 14. maí.

Öllum umsækjendum var úthlutaður viðtalstími föstudaginn 14. maí á tímabilinu 13 til 19.

Nánari upplýsingar um innritun má finna hér

Nýjar sóttvarnarreglur til 15. apríl

Enn á ný taka nýjar sóttvarnerreglur gildi. Helstu áhrif sem þær hafa á starf SK fram til 15. apríl eru:

Kennsla hjá SK hefst aftur eftir páskafríið klukkan tíu, þriðjudaginn 6. apríl og verður í staðkennsu (ekki fjarkennslu) og samkvæmt stundaskrá.

Æfingum C sveitar verður aftur skipt upp til að við förum ekki yfir 50 manna hámark í rými. Nánari upplýsingar um skiptinguna koma í tölvupósti samdægurs fyrir hverja æfingu eins og var í febrúar.

Æfingar A og B sveita verða áfram með sama sniði og undanfarið, sem og tónfræðikennslan.

Nemendur á grunnskólaaldri eru undanþegnir grímuskyldu og tveggja metra nándarmörkum, en eldri nemendur, kennarar og starfsfólk skólans undirgangast tveggja metra nándarmörk og grímuskyldu þegar ekki er hægt að halda tveggja metra fjarlægð.

Foreldrar og aðrir gestir eiga ekki að koma inn í Tónhæð nema brýna nauðsyn beri til og gæta þá að sóttvörnum og bera andlistgrímur.

Reglugerð um sóttvarnir sem gildir til 15. apríl má lesa hér.

Nýjar sóttvarnarreglur taka gildi

Frá fimmtudeginum 25. mars er húsnæðið okkar í Tónhæð lokað nemendum og í raun öllum öðrum en kennurum sem eiga erindi hingað. Kennt verður í fjarkennslu fram að páskafríi og staðan tekin að nýju eftir páska.

Allar samæfingar falla niður fram að páskum.

Starf á nýju ári

Starfið okkar í SK verður með sóttvarnarsniði framan af þessu nýja ári.

Öll kennsla er þó með hefðbundnu sniði fyrstu tvo mánuði ársins að því undanskildu að skipta þarf upp æfingum A og C sveita vegna fjöldatakmarkana. B sveitin er innan marka og samæfingar þar því samkvæmt stundaskrá.

Engir tónleikar eru fyrirhugaðir að svo komnu máli, en ef sóttvarnarreglur heimila munum við þó stefna á tónleika allra hljómsveita í marsmánuði, jafnvel á okkar fyrirhugaða tónleikadegi, þann 7. mars. Aðrar breytingar á kennslu og viðburðum bíða næstu reglugerðar um sóttvarnir.

23. nóvember

Nýjar sóttvarnarreglur fyrir Skólahljómsveitina tóku gildi 23. nóvember

Nú mega 25 hljóðfæraleikarar mæta á samæfingu í einu og er búið að skipta öllum hljómsveitunum, A, B og C niður í slíka hópa. Ekki þarf að viðhalda sömu hópaskiptingu og í grunnskólum en við pössum upp á að blanda ekki á milli hópanna okkar.

Grímuskylda er ekki lengur á nemendum í 4. til 7. bekk. Nemendur í 8. bekk og eldri eru áfram með grímuskyldu þar sem ekki er hægt að viðhalda tveggja metra reglu. Ekki er því grímuskylda í hljóðfæratímum eða á samæfingum þar sem tveggja metra fjarlægð er haldin.

Tónfræðihóptímar verða áfram í fjarkennslu til jóla.

Áfram er beðið um að foreldrar og aðrir gestir komi ekki inn í húsnæðið okkar, nema brýna nauðsyn beri til og þá með andlitsgrímur.

Í framhaldi af þessu hefur einnig verið liðkað til í grunnskólunum, svo kennarar okkar geta nú verið með staðkennslu í sumum grunnskólanna.