Greinasafn fyrir flokkinn: Tónleikar

Flautuleikarar í Sunnuhlíð

img_3036Þessi flotti hópur stóð sig með mikilli prýði í Sunnuhlíð föstudaginn 16. desember. Þau fengu yndislegar móttökur og þetta var dásamleg stund. Dagný flautukennari hjá SK skipulagði þessa  heimsókn í Sunnuhlíð með nemendur sína til að gleðja heimilisfólkið á aðventunni.

Tónfundum lokið á haustönn

20161207_200637_cropÞá er öllum tónfundum lokið á haustönninni og allir nemendur búnir að fá tækifæri til að koma fram og spila fyrir áhorfendur.

Síðustu tónfundirnir voru í Salnum í Kópavogi þar sem við þurftum að víkja úr húsnæðinu okkar vegna boltaleiks í Digranesi.

Tónfundirnir fóru allir vel fram og stóðu nemendur og áhorfendur sig með mikilli prýði.

Hér má sjá nokkrar myndir frá tónfundunum.

Hausttónleikar 9. nóvember

Hausttónleikar SK verða haldnir í Háskólabíói miðvikudaginn 9. nóvember kl. 19:30.

Við minnumst þess að 50 ár eru nú liðin frá því að fyrstu nemendurnir hófu nám hjá okkur og stöndum fyrir veglegum tónleikum í Háskólabíói með um 160 börnum og ungmennum.

Yngsta sveitin leikur ma. Ísland er land þitt og Afmælisdiktur og miðsveitin mun  leika syrpu af lögum Bítlanna og lag um klukkuna hans afa gamla ásamt öðrum verkum. Stærsta verk tónleikanna er þó verkið Cry of the Last Unicorn. sem C sveitin leikur. Það verk er sérsamið fyrir blásarasveitir og fjallar um eltingaleik veiðimanna við síðasta einhyrninginn.

Frábær hljómsveit í heimsókn hjá SK

20160820_181517_crop2Í ágúst var í heimsókn hjá okkur í SK frábær þýsk hljómsveit, Verbandsjugendorchester Hochrhein. Þau voru með tónleika í Hörpu á menningarnótt og áhorfendur voru sammála um að þarna væri frábær hljómsveit á ferð sem flutti magnaða tónlist. Það er kannski ekki skrýtið að þau standi sig vel, því þarna eru á ferð úrvalshljóðfæraleikarar sem valdir hafa verið úr um 120 öðrum lúðrasveitinum á Hochrhein svæðinu í suðurhluta Þýskalands.

Síðasta tækifæri til að sjá þessa einstöku sveit á tónleikum var mánudaginn 29. ágúst í Langholtskirkju, þar sem C sveit SK lék með þeim

SK í Nótunni

12832392_10207861251785196_3823891191051935891_nSkólahljómsveitin sendi tvö atriði í undankeppni Nótunnar í byrjun mars. Fyrra atriðið var flautudúett sem þær Hekla og Viktoría Rós úr C sveitinni spiluðu og seinna atriðið var talkór sem um 20 hljóðfæraleikarar úr C sveit fluttu. Bæði atriðin voru skemmtileg og vel flutt og fór svo að flautudúettinn fékk viðurkenningu fyrir framúrskarandi flutning og munu þær Hekla og Viktoría endurtaka leikinn í Hörpu þann 10. apríl á lokahátíð Nótunnar. Við óskum þeim stöllum innilega til hamingju með árangurinn 🙂

Óskalög þjóðarinnar í blásarabúningi

Kopavogur c-sveit 1

Kopavogur A-sveit 2

Kopavogur B-sveit 2
Allar sveitir SK tóku þátt í maraþontónleikum í Norðurljósasal Hörpu, sunnudaginn 15. nóvember.
Tónleikarnir stóðu frá klukkan 11 að morgni til klukkan 18.

Allar hljómsveitirnar sem fram komu þennan dag vorumeð íslenska efnisskrá og þema tónleikanna var „Óskalög þjóðarinnar“ eftir samnefndum sjónvarpsþætti sem sýndur var á RÚV síðasta vetur. Þannig lékhver sveit að minnsta kosti tvö lög af þeim 35 lögum sem kepptu um titilinn Óskalag þjóðarinnar. Í tilefni af þessum viðburði voru fjölmörg þessara laga útsett sérstaklega fyrir blásarasveitir og voru nokkur þeirra frumflutt á tónleikunum.