Greinasafn fyrir flokkinn: Uncategorized

Gleðilegt nýtt ár!

Þá er komið nýtt ár og vonandi eru allir glaðir og kátir efir jólafríið.

Kennsla hjá Skólahljómsveit Kópavogs hefst miðvikudaginn 4. janúar og þá byrjum við að undirbúa afmælið okkar af fullum krafti 🙂

Flautuleikarar í Sunnuhlíð

img_3036Þessi flotti hópur stóð sig með mikilli prýði í Sunnuhlíð föstudaginn 16. desember. Þau fengu yndislegar móttökur og þetta var dásamleg stund. Dagný flautukennari hjá SK skipulagði þessa  heimsókn í Sunnuhlíð með nemendur sína til að gleðja heimilisfólkið á aðventunni.

C sveit spilar á jólatónleikum sinfóníunnar

20161214_154443C sveitin okkar í SK var á sviði í Eldborg ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands á fernum tónleikum helgina 17. – 18. desember. Þetta var okkur mikill heiður og við lögðum allt í sölurnar til að gera okkar hlut í tónleikunum sem allra bestan. Við erum líka sérlega stolt af útkomunni, enda spiluðu allir eins og englar og sviðsframkoman var hrein snilld

Á undan tónleikunum voru A og B sveitir SK með jólatónleikana sína í Hörpuhorninu, A sveit á laugardeginum og B sveit á sunnudegi.

Hér má sjá nokkrar myndir frá æfingu C sveitar í Hörpu og tónleikunum sjálfum.

Tónfundum lokið á haustönn

20161207_200637_cropÞá er öllum tónfundum lokið á haustönninni og allir nemendur búnir að fá tækifæri til að koma fram og spila fyrir áhorfendur.

Síðustu tónfundirnir voru í Salnum í Kópavogi þar sem við þurftum að víkja úr húsnæðinu okkar vegna boltaleiks í Digranesi.

Tónfundirnir fóru allir vel fram og stóðu nemendur og áhorfendur sig með mikilli prýði.

Hér má sjá nokkrar myndir frá tónfundunum.

Mikið um að vera á aðventunni

20161204_13560215252714_10154123312327157_6081090188205669652_oÞað er heilmikið um að vera á aðventunni hjá SK eins og vera ber. Verkefni á hverjum degi og alltaf bætist í. Stóra verkefnið eru jólatónleikar í Hörpu helgina 17. og 18. desember þar sem allar sveitirnar koma fram. Við erum búin að vera spilandi um allan bæ fyrir ýmsa skóla og þannig verður það  fram á Þorláksmessu. Fylgist með á viðburðadagatalinu, það er uppfært eins ört og mögulegt er 🙂

 

SK í hljóðveri

20161106_170859Í byrjun nóvember fóru allar sveitir SK í stúdíó Sýrland og tóku upp nokkur lög til að setja á geisladisk í tilefni af 50 ára afmælinu. Unnið var stíft yfir heila helgi og talsvert af lögum rataði inn á tölvudiskinn í stúdíóinu. Það verður svo bara spennandi að heyra afraksturinn seinna í vetur, en ráðgert er að diskurinn komi út um það leyti sem við höldum 50 ára afmælistónleikana í Eldborg, þann 5. mars.

Hér má sjá nokkrar myndir frá hljóðverinu.