19. nóv. – Óskalögin í Hörpu

19. nóvember, 2022 - 14:30

Laugardaginn 19. nóvember er stórviðburður i Hörpu, sem kallast Óskalögin okkar.

Þá koma fjölmargar skólalúðrasveitir saman og spila tónleika í Norðurljósasalnum, sem er einn allrabesta tónleikasalur landsins fyrir lúðrasveitir og því mjög spennandi að fá tækifæri til að spila þar.

Tónleikarnir standa frá klukkan ellefu um morguninn til klukkan hálfsex.

Hver hljómsveit fær hálftíma til umráða og síðan er gert ráð fyrir því að við sitjum öll áfram og horfum á næstu hljómsveit á eftir okkur. Það er alltaf spennandi að hlusta á aðrar hljómsveitir og sjá og heyra hvað aðrir hljóðfæranemendur eru að fást við.

Okkar hljómsveitir spila á þessum tímum:

  • A sveit  14:30
  • B sveit  15:30
  • C sveit  16:30

Mæting er beint í Hörpu, baksviðs, í síðasta lagi 20 mínútum fyrir tónleika.