23. – 24. nóv. – Tónfundir

23. nóvember, 2021 - 00:00

Tónfundir eru stuttir tónleikar þar sem nemendur fá æfingu í að koma fram og spila fyrir áheyrendur. Það verða tvær lotur af tónfundum hjá okkur í vetur, önnur lotan í lok nóvember/byrjun desember og hin í mars. Allir nemendur SK koma fram á tveimur tónfundum á ári. Kennarar sjá um að boða nemendur sína á tónfund.