Greiðsla námsgjalds

Fyrirkomulag á greiðslu námsgjalda hjá SK.

Foreldrar skrá börnin sín sem nemendur hjá Skólahljómsveit Kópavogs inni á Frístundagátt Kópavogsbæjar. Þar þarf að skrá sig inn sem forráðamann og það þarf að gera með Íslykli með því að smella á lógið fyrir island.is.

Innheimtudeild Kópavogsbæjar sér um að senda greiðsluseðla vegna námsgjaldanna, en til þess að fá frístundastyrkinn þarf  að skrá barnið í gegn um Frístundagáttina.

Hér eru leiðbeiningar sem leiða ykkur skref fyrir skref í gegn um ferlið:

Almennar upplýsingar frá frístundagáttinni:  leidbeiningar-forradamanna

 1. Nauðsynlegt er fyrir forráðamenn að hafa Íslykil eða rafæn skilríki. Þeir sem ekki hafa íslykil geta sótt um hann hér
 2. Fara inn á Frístundagátt Kópavogsbæjar – það er gert hér
 3. Byrja á því að haka við “Samþykkja skilmála”, en EKKI setja kennitölu og lykilorð á forsíðuna
 4. Smella  því næst á island.is lógóið og skrá sig inn með íslyklinum eða skrá sig inn með rafrænum skilríkjum
 5. 1_velja_nemandaÞegar forráðamaður hefur skráð sig inn þarf að velja „Nýr iðkandi“ eða „Mínir iðkendur“ eftir því sem við á og velja þar nafn barnsins. Gæti þurft að fylla út ýmsar upplýsingar ef þær vantar.
 6. 2_velja_namskeidÞá er hægt að velja námskeið/flokkar í boði. Það ættu að birtast tveir möguleikar varðandi SK; „Námsgjald Skólahljómsveit haust 2021“ og „Námsgjald OG hljóðf.gjald Skólahljómsveit haust 2021“.
 7. Veljið þann möguleikann sem við á. Nemendur sem leggja til sitt eigið hljóðfæri og nota ekki hljóðfæri frá okkur greiða einungis „Námsgjald Skólahljómsveit haust 2021“.         Nemendur sem spila á hljóðfæri frá okkur velja „Námsgjald OG hljóðf.gjald Skólahljómsveit haust 2021“. Athugið að trommunemendur velja alltaf „Námsgjald OG hljóðf.gjald“, því þeir nota hljóðfæri frá okkur í tímum og á samæfingum og tónleikum.
 8. Smellið á Skráning í námskeið. 
 9. 3_skra_idkanda_merktUpp kemur síða þar sem hægt er að velja að nota frístundastyrk Kópavogs (haka við ef nýta á frístundastyrk).
 10. Haka við Greiðsluseðill verður sendur í heimabanka fyrir ógreiddum hluta, ef frístundastyrkur dekkar ekki námsgjaldið. Innheimtudeild Kópavogsbæjar sér síðan um að senda út greiðsluseðla vegna námsgjalda SK.
 11. Haka við Samþykki skilmála 
 12. Smella á Staðfestingarsíða 
 13. Þá kemur staðfestingarsíðan. Smella á „Skrá greiðslu“ – ekki gleyma þessu skrefi!
 14. Þú færð staðfestingu á skráningu. Vertu viss um að þú hafir fengið staðfestinguna.